Rit og skýrslur

Seðlabankinn sinnir fjölþættri útgáfustarfsemi, einkum í því skyni að koma upplýsingum um verðlags- og peningamál, stöðu fjármálastofnana og fleira á framfæri við almenning og ýmsa erlenda aðila.

Margvíslegar niðurstöður af skýrslugerð eru birtar í Ársskýrslu Seðlabankans, sem einnig er gefin út á ensku.

Í ársfjórðungsritinu Peningamálum er reglulega birt verðbólguspá og þjóðhagsspá (a.m.k. tvisvar á ári), yfirlit yfir stöðu verðlags- og peningamála, auk greina um ýmsa aðra þætti efnahagsmála. Ritið er einnig gefið út á ensku undir heitinu Monetary Bulletin.

Í Fjármálastöðugleika er árlega birt yfirlit yfir stöðu fjármálakerfisins, þ.e. um styrk þess og hugsanlega veikleika og áhættu sem því kann að vera búin bæði af þjóðhagslegum og rekstrarlegum toga. Í ritinu greinir Seðlabankinn frá því hvernig hann vinnur að verkefnum sem varða virkt og öruggt fjármálakerfi. Þá eru í ritinu  aðrar  greinar um fjármálastöðugleika. Fjármálastöðugleiki er einnig gefinn út á ensku undir heitinu Financial Stability.

Þá hefur bankinn einnig birt ritið Economy of Iceland, sem einkum er ætlað starfsmönnum erlendra fjármálastofana.

Bankinn gefur út Fjármálatíðindi, en í því eru birtar greinar um hagfræði og efnahagsmál.

Seðlabanki Íslands birtir opinberlega mánaðarlegt yfirlit efnahagsmála og safn hagvísa, Hagvísa Seðlabanka Íslands. Það er fyrst og fremst miðað við birtingu á vef bankans. Hagvísarnir eru einnig gefnir út á ensku undir heitinu Economic Indicators.

Að auki birtir bankinn ýmsar skýrslur, m.a. röð rannsóknarritgerða undir heitinu Working Papers.

Seðlabankinn hefur nokkrum sinnum gefið út viðamikið rit á ensku um íslenskt samfélag, Iceland, sem kom síðast út 1996. Fyrsta útgáfa þess rits var árið 1936 á vegum Landsbanka Íslands. Þá birtir Seðlabankinn skýrslur og sérrit um málaflokka er tengjast starfsemi hans eftir því sem tilefni gefast til.

Flest þessara rita er að finna á tölvutæku formi á vef bankans, sjá tengla hér til vinstri.

VerðbólgaMeira »
Vísitala neysluverðs, 12 mánaða breyting. Síðasta gildi: 8,6%
Verðbólgumarkmið er 2,5%
Vextir SeðlabankansMeira »
Vextir Seðlabankans
Stýrivextir 13,00%
Daglán 14,25%
Viðskiptareikngar innlánsstofnanna 11,50%
Gengi gjaldmiðlaMeira »
Gjaldmiðill 19.8.2006 Br. *
Bandaríkjadalur 69.64 0.65%
Sterlingspund 131.17 0.01%
Dönsk króna 11.97 0.33%
Evra 89.32 0.31%
* Breyting frá síðustu skráningu
Vísitala gengisskr.Meira »
Frá: 08.08.2006 Til: 18.08.2006
Síðasta gildi: 122,9028
Aðrir vextirMeira »
Aðrir vextir
Dráttarvextir frá 01.08.06 23,50%
18.08.06 REIBID REIBOR
O/N 13,800% 13,950%
S/W 12,700% 12,850%
1 M 12,700% 12,850%
3 M 13,000% 13,150%
1 Y 13,263% 13,413%


© 2005 Seðlabanki Íslands - Öll réttindi áskilin
Póstfang: Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik - Netfang: sedlabanki@sedlabanki.is
Sími: 569 9600 - Bréfasími: 569 9605


Leturstærðir