Seðlabanki Íslands

Seðlabanki Íslands (á ensku: The Central Bank of Iceland) er sjálfstæð stofnun, sem er eign íslenska ríkisins en lýtur sérstakri stjórn. 

Seðlabankinn fer með stjórn peningamála á Íslandi og hefur með höndum margþætta starfsemi í þeim tilgangi. Meginmarkmiðið með stjórn peningamála er stöðugleiki í verðlagsmálum. Seðlabankanum ber þó einnig að stuðla að framgangi meginmarkmiða efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar að svo miklu leyti sem hann telur það ekki ganga gegn meginmarkmiði hans um verðstöðugleika. Seðlabankinn á ennfremur að sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslukerfi í landinu og við útlönd. Fleiri verkefni mætti upp telja, svo sem sem útgáfu seðla og myntar, framkvæmd gengismála og fleira, samanber það sem tilgreint er í lögum um bankann.

Yfirstjórn Seðlabankans er í höndum forsætisráðherra og bankaráðs. Alþingi kýs sjö fulltrúa í bankaráð að loknum kosningum til Alþingis. 

Í bankastjórn sitja þrír bankastjórar, skipaðir af forsætisráðherra. Ráðherra skipar formann bankastjórnar. Bankastjórn ber ábyrgð á rekstri bankans og fer með ákvörðunarvald í öllum helstu málefnum hans, þ.m.t. um stefnuna í peningamálum.

Seðlabanki Íslands var stofnaður með lögum árið 1961, en seðlabankastarfsemi á Íslandi á sér mun lengri sögu. Núgildandi lög um Seðlabanka Íslands eru lög nr. 36/2001.

VerðbólgaMeira »
Vísitala neysluverðs, 12 mánaða breyting. Síðasta gildi: 7%
Verðbólgumarkmið er 2,5%
Vextir SeðlabankansMeira »
Vextir Seðlabankans
Stýrivextir 14,25%
Daglán 15,25%
Viðskiptareikngar innlánsstofnanna 12,75%
Gengi gjaldmiðlaMeira »
Gjaldmiðill 1.1.2007 Br. *
Bandaríkjadalur 71.83 0.76%
Sterlingspund 140.98 0.98%
Dönsk króna 12.69 0.98%
Evra 94.61 1.00%
* Breyting frá síðustu skráningu
Vísitala gengisskr.Meira »
Frá: 18.12.2006 Til: 29.12.2006
Síðasta gildi: 129,1819
Aðrir vextirMeira »
Aðrir vextir
Dráttarvextir frá 01.12.06 23,50%
29.12.06 REIBID REIBOR
O/N 15,713% 16,150%
S/W 15,788% 16,038%
1 M 15,600% 15,850%
3 M 14,900% 15,150%
1 Y 14,000% 14,250%


© 2005 Seðlabanki Íslands - Öll réttindi áskilin
Póstfang: Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik - Netfang: sedlabanki@sedlabanki.is
Sími: 569 9600 - Bréfasími: 569 9605


Leturstærðir