Prentvæn útgáfa

Um Félagið
Skotfélag Reykjavíkur, Íþróttamiðstöðinni - Engjavegi 6 - 104 Reykjavík
Fax: 544 8795 - kt: 600269-2919 - Netfang stjórnar:
sr@sr.is

Heim ] Fyrirspurnir sr.is ]

Veðrið
Álfsnesi / Kjalarnesi


Loftmynd af Álfsnesi
19. ágúst 2007


Æfingar í Egilshöll
Sjá æfingatíma hér.
Vetrarstarfið !

Skotsvæðið
Álfsnesi

Teikning 1
Teikning 2
Teikning 3

Teikning 4
Teikning 5

Til Baka
Stjórn og nefndir SR
Fundargerðir
Um stofnun STÍ
Myndasíða SR
Myndir úr sögu SR
Sögulegar heimildir SR


Skotíþróttasamband Íslands

 


ÍBR
 


ÍSÍ
 


Alþjóðaskotsambandið
 


European Shooting Confederation
 

Benchrest Central
Bench Rest Central
 

NBRSA
National Bench Rest Shooters Association

 

 

 

Skotfélag Reykjavíkur er elsta íþróttafélag Íslands.
Það var stofnað árið 1867 og starfsemi félagsins hófs við Skothúsveg í Reykjavík sama ár.

Skotfélag Reykjavíkur hefur verið starfrækt síðan 1867 og félagið verður 140 ára í ár.

Skotfélag Reykjavíkur á sér langa sögu í borginni, en það er elsta íþróttafélag landsins og var stofnað árið 1867.  Fyrstu skotæfingar félagsins fóru fram við tjörnina í Reykjavík, en heimildir um skotæfingar við Tjörnina ná enn lengra aftur, eða til ársins 1840. Það er því rík hefð fyrir skotfimi í Reykjavík og nú, 140 árum síðar er verið að ljúka framkvæmdum við glæsileg skotsvæði fyrir inniskotgreinar í Egilshöll og útiskotgreinar á Álfsnesi.

Skothúsvegur við Tjörnina í Reykjavík dregur nafn sitt af Skothúsi Skotfélags Reykjavíkur, en skothúsið var reist af skotfélagsmönnum um það leyti sem félagið var stofnað. Húsið stóð þar sem nú er Tjarnargata 35, og hét þá því formlega nafni "Reykjavigs Skydeforenings Pavillon".   Skothúsið, eins og það var kallað í daglegu tali, var félagsheimili skotfélagsmanna, sem síðar var notað sem íbúðarhús og loks rifið um 1930. Skothúsvegur liggur milli Suðurgötu og Laufásvegar,  þvert yfir Tjörnina og er að hluta á brú sem var smíðuð árið1920. 

Starfsemi Skotfélags Reykjavíkur á sér lengri forsögu en frá formlegri stofnum þess 1867. 
Íslenskir og Danskir menn stóðu að stofnun félagsins árið 1867. Fyrir stofnun félagsins voru stundaðar skotæfingar við Tjörnina í Reykjavík frá árinu 1840. Þá voru leyfðar skotæfingar á litlum tanga sem lá út í Tjörnina þar sem Skotfélagsmenn reistu síðar skotvörðu rétt austan við Skothúsið. Skotfélagsmönnum var gert að skjóta í suður í áttina að Skildingarnesi. Skotstefnan var samsíða Suðurgötu í átt að Skerjafirði. 

Á árunum eftir stofnun félagsins mættu menn reglulega til æfinga í hverri viku og margar keppnir í skotfimi voru haldnar og verðlaun veitt fyrir góðan árangur. Á fyrstu árum félagsins var hefðarbragur á allri starfssemi, enda helstu fyrirmenn bæjarins meðlimir í Skotfélaginu. Þegar æfingar Skotfélagsins voru haldnar var gefin út viðvörun til bæjarbúa og þeir varaðir við að vera á ferli á melunum og í skotlínu skotmanna, vegna slysahættu af völdum skota. Þannig var háttur á hafður á skotsvæði Skotfélags Reykjvíkur við Skothúsveg að hlaðin var steinvarða við enda skotbrautarinnar og var skotmarki úr timbri  stillt upp við hana. Guðmundur sem var utangarðsmaður í Reykjavík á þessum tíma hafði þann starfa að standa á bak við vörðuna þegar skotæfingar voru haldnar. þegar hlé var gert á skothríðinni fór Guðmundur fram fyrir vörðuna og benti með flaggi á hvar skotin höfðu hitt í skífuna og af þessu fékk hann viðurnefnið vísir. Þar sem timbur skotskífur entust illa var síðar tekin í notkun skotskífa úr stáli og sagði Guðmundur Vísir starfi sínu lausu fljótlega eftir það.

Starfsemi félagsins lá að mestu niðri styrjaldarárin og milli stríða, en heimildir eru þó til um keppnir á vegum Skotfélagsins frá þeim tíma. 

Formleg starfsemi Skotfélags Reykjavíkur var síðar endurreist árið 1950. Að þeim framkvæmdum stóðu kraftmiklir skotfélagsmenn sem reistu grunn að þeirri starfssemi sem Skotfélagið og skotíþróttir á Íslandi búa að í dag. Starfsemi félagsins til útiæfinga hefur síðan 1950 verið í Leirdal við Grafarholt í Reykjavík. Árið 2000 varð sú starfsemi að víkja fyrir íbúðarbyggð Reykvíkinga. Síðan 1950 hefur Skotfélagið einnig haft fjölbreytta starfsemi á sínum vegum  innanhúss á ýmsum stöðum í borginni. Fyrst byrjuðu menn æfingar í kjallara við Laugarveg 116, þar sem Egill Vilhjálmsson hf. var með rekstur. Næst fluttu menn starfsemina í  íþróttahúsið á Hálogalandi, þar sem starfsemin blómstraði. Þaðan fluttu SR menn æfingaaðstöðuna í kjallara Laugardalshallar og loks í Baldurshaga í kjallara stúkunnar við Laugardalsvöll, þar sem hægt var að skjóta á 50 metrum. Skotfélag Reykjavíkur varð að víkja með starfsemi sína 1993 úr Baldurshaga og hafði til skamms tíma einungis aðstöðu til bráðabirgða í kjallara Laugardalshallar þar sem eingöngu var æft og keppt með loftbyssum á 10 metrum. Starfsemi félagsins í innigreinum var loks flutt í Egilshöllina í Grafarvogi árið 2004, þar sem félagið hefur reist framtíðar aðstöðu.

Uppbygging skotíþróttarinnar á gamla svæði félagsins í Leirdal var í góðum farvegi og árangur skotmanna í mikilli framför þegar því var lokað árið 2000.  Til marks um það tók Alfreð Karl Alfreðsson, úr Skotfélagi Reykjavíkur, þátt á Ólympíuleikunum í Sydney í haglabyssugreininni Skeet sama ár. Síðan hafa æfingar félagsmanna legið að mestu niðri og framför í skotíþróttum í Reykjavík verið í samræmi við það. Mikil vinna og tími stjórnar hefur farið í að fá tilveru félagsins og skotíþróttarinnar í Reykjavík viðurkenndar af borgaryfirvöldum. Félaginu hafði verið gefið vilyrði af borgaryfirvöldum um að félagið fengi nýtt svæði í stað svæðisins í Leirdal sama ár eða árið eftir að því gamla yrði lokað, en ekki var staðið við það af þáverandi borgaryfirvöldum. Það hafa því verið mikil vonbrigði hjá félagsmönnum og því skotíþróttafólki í Reykjavík, sem fjárfesti í búnaði til æfinga og í þjálfun á sínum tíma, hvað það hefur tekið langan tíma fyrir borgaryfirvöld að flytja starfsemi félagsins á nýtt svæði. Félagið hefur orðið fyrir gríðarlegu tjóni vegna tekjutaps af aðstöðuleysinu, en tjónið sem skotíþróttin í Reykjavík og skotíþróttafólkið hefur orðið fyrir verður ekki metið til fjár. Miklar breytingar hafa orðið í stjórnsýslunni síðustu misseri og með nýjum tengiliðum stjórnar félagsins við Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar, hefur viðhorf embættisins breyst og nú er unnið af fullum heilindum þess embættis við að klára framkvæmdirnar á Álfsnesi til að koma starfsseminni í gang hið fyrsta.

Framtíð Skotfélags Reykjavíkur hefur þar með verið tryggð til framtíðar í Reykjavík með tilkomu inniaðstöðu í Egilshöll og útisvæðis á Álfsnesi.

Á árinu 2004 hófst starfsemi félagsins í innigreinum í nýju skothúsi í Egilshöll, en þar er aðstaða fyrir flestar greinar skotíþrótta, sem stundaðar eru innanhúss, s.s. æfingar og keppnir í skotgreinum á 25- og 50 metra brautum og á 10 metra brautum. Allir eru velkomnir í æfingaraðstöðu félagsins í Egilshöll, hvort sem fólk er skráð sem félagi í SR eða ekki. Æfingatímabilið er yfir vetrarmánuðina og starfssemin er í lágmarki yfir sumarmánuðina. Ekki er nauðsynlegt að eiga sérstakan markriffil til að stunda æfingar með rifflum í Egilshöll, en allir þeir sem eiga þessa "venjulegu" .22 cal riffla eru velkomnir á æfingar. Einnig leigir félagið loftbyssur til afnota fyrir byrjendur og skot eru seld á staðnum, en fyrstu æfingar byrjenda eru ávallt með loftriffli.

Þá mun starfssemi félagsins einnig hefjast á nýju útiskotsvæði á Álfsnesi á árinu 2007. Með opnun svæðisins á Álfsnesi opnast einskonar þjónustumiðstöð fyrir alla þá sem stunda skotíþróttir og skotfimi hverskonar. Á svæðinu verður einnig æfingaraðstaða fyrir skotveiðimenn og síðast en ekki síst aðstaða fyrir þá sem stunda skotfimi sem tómstundasprort. Á Álfsnesi er að rísa skotsvæði sem er löglegt fyrir alþjóðamótahald og er stefnt að því að haldin verði alþjóðaskotmót á svæðinu, s.s. skotgreinar á Smáþjóðaleikum, Norðurlandamót í haglagreinum, Bench-Rest riffilkeppnir osfv. Skotsvæði félagsins á Álfsnesi verður heilsárssvæði og þar verður aðstaða fyrir skammbyssu-, riffla- og haglabyssugreinar og geta allir, hvort sem þeir eru félagar í SR eða ekki, nýtt sér aðstöðu félagsins.

Ákveðin tímamót verða í sögu skotíþróttarinnar á íslandi þegar teknir verða í notkun fjórir Skeetvellir ásamt Trap og Sportingvöllum á svæðinu. Riffilvöllur félagsins verður einn sinnar tegundar á landinu, en nokkrar nýjungar verða á honum, m.a. í skotskýlinu og á skotbananum, með tilliti til öryggis og aðstöðu fyrir skotmenn. Riffilvöllurinn verður einnig hannaður með það fyrir augum að íslendingar geti haldið erlend mót í flestum riffil og skammbyssugreinum.

Engin aldurstakmörk eru á inngöngu í félagið, en viðkomandi umsækjandi þarf að vera orðinn15 ára til að geta hafið æfingar hjá félaginu með skriflegu samþykki foreldris. Í félaginu er í undirbúningi unglingastarf sem lagt verður af stað með á næstunni, en nú þegar hafa nokkrir unglingar látið að sér kveða með glæsilegum árangri í loftbyssugreinum. Lágmarks aldur þeirra sem mega stunda skotíþróttir hefur verið lækkaður í 15 ár, sem gerir félaginu kleift að sinna unglingum enn betur en áður hefur þekkst í skotíþróttum á íslandi. Þá er stjórn félagsins einnig með í undirbúningi stefnu fyrir afreksskotíþróttafólk.

Áætlað er að Skotfélag Reykjavíkur hefji samskipti við erlend skotfélög, sem væntanlega verða boðin til landsins til keppni á næstu misserum. Samskipti við erlend skotfélög gefa íslendingum kost á að keppa við erlenda skotmenn hér heima og erlendis. Slík samskipti munu skila íslenskum afreksskotmönnum mikilli reynslu, sem mun nýtast skotíþróttinni til framtíðar í auknum árangri og þekkingu á íþróttinni hér heima og erlendis. kf

 
Skothúsvegur, horft í austur með Hallgrímskirkju í baksýn.