amx@amx.is  -  Um AMX Laugardagurinn 21. febrúar 2009 - 07:19
 
 
Frétt birtist 18. febrúar 2009 klukkan 15:16

Hvalveiðiákvörðun stendur í ár

 
 
 
 
Eftir Óla Björn Kárason Fréttaskýring

Viðskiptaveldi á brauðfótum

Veldi Baugs Group riðar til falls og fátt getur komið í veg fyrir að feðgarnir Jón Ásgeir og Jóhannes Jónsson og fjölskyldur þeirra, missi allt félagið úr höndunum. Heimildir AMX innan bankakerfisins herma að líklega þurfi feðgarnir einnig að horfa á eftir Högum.

 
Eftir Ágúst Þórhallsson Pistill

Evran skelfur

Það er komið að dómsdegi fyrir evruna og það myntbandalag sem byggir á henni. Á næstu vikum og mánuðum mun reyna á hvort bandalagið er nógu sterkt til að takast á við björgun evrópska bankakerfisins.

 
Mest lesið
Senda með tölvupósti   Prenta   Vista sem pdf
 
Ríkissjónvarpið
Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra.

Steingrímur J. Sigfússson, sjávarútvegsráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi nú fyrir stundu að ákvörðun forvera hans um hvalveiðar stæði óbreytt fyrir yfirstandandi ár. Hann setti hins vegar fyrirvara um veiðarnar næstu fjögur ár og sagði öll tvímæli tekin af um að hvalveiðimenn geti ekki gengið að því sem vísu að ákvörðun forvera hans stæði hvað það varðaði, að því er fram kemur á vef LÍÚ.

Þar segir síðan:

„Það var ekki svigrúm til að bregðast við á annan hátt en hér er gert,“ sagði Steingrímur m.a. á blaðamannafundi sem var að ljúka. Hann árettaði að grundvöllur hvalveiða yrði allur endurmetinn og breytingar gerðar á lagalegum grunni veiðanna, sem ekki stæðist nútímakröfur. Hann sagði jafnframt að ef forsendubrestur kæmi í ljós yrði að endurskoða málið frá grunni með tilliti til heildarhagsmuna þjóðarinnar.

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segist ánægður með þá ákvörðun ráðherra að hrófla ekki við forsendum veiða þetta árið en kveðst hefði viljað sjá ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar, fyrrum sjávarútvegsráðherra, standa óbreytta. Óvissa um framhald veiða næstu ár setji hvalveiðiútgerðum skorður við skipulagningu rekstrar til lengri tíma.

„Ég er í skýjunum. Þetta er búin að vera leiðindabið,“ sagði Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Hrefnuveiðimanna ehf., í viðtali á mbl.is rétt í þessu. „En nú er þungu fargi af okkur létt. Nú setjum við allt á fullt þannig að við getum hafið veiðar í maí.“

Fréttatilkynning frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu varðandi hvalveiðarnar er eftirfarandi:

„Að undanförnu hefur verið unnið að því í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu að yfirfara og endurmeta ákvörðun fyrrverandi ráðherra, sem heimilaði veiðar á langreyði og hrefnu næstu fimm ár með útgáfu reglugerðar og fjögurra veiðileyfa þann 27. janúar sl. Víðtækt samráð hefur átt sér stað við fulltrúa mismunandi hagsmuna og sjónarmiða, sem og við Hafrannsóknastofnunina, auk þess sem leitað var til Ástráðs Haraldssonar hrl. til að meta lagalega stöðu málsins.

Niðurstöður þessa starfs eru eftirfarandi:

*

Lögmaðurinn gagnrýnir málsmeðferð fyrrverandi ráðherra við setningu reglugerðarinnar og telur lagagrundvöll hennar og hvalveiða almennt veikan, en lögin um hvalveiðar eru frá 1949. Engu að síður er það niðurstaða hans, að íslenska ríkið sé bundið af þeirri meginákvörðun sem af setningu reglugerðarinnar leiðir, þannig að núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sé ekki fært að fella reglugerðina úr gildi eða afturkalla þá grundvallarákvörðun sem í henni er fólgin um að heimila hvalveiðar. Hins vegar sé ráðherra heimilt að breyta reglugerðinni og gera með því ýmsar efnisbreytingar á þeim reglum sem um veiðarnar gilda. Þetta eigi til dæmis við um veiðiheimildir, veiðitíma og veiðisvæði. Ennfremur um reglur sem unnt er að setja á grundvelli hvalveiðilaganna til að gæta hagsmuna annarra aðila og til þess að draga sem mest úr ónæði sem hvalveiðar og vinnsla kunna að valda öðrum.

*

Ákvörðun um hvalveiðar stendur óbreytt fyrir yfirstandandi ár. Á hinn bóginn eru tekin af öll tvímæli um að hvalveiðimenn geti ekki gengið að því sem vísu að ákvörðun fv. ráðherra standi hvað varðar veiðar næstu fjögur ár. Stjórnvöld hljóta að fylgjast grannt með framvindu veiðanna og mála þeim tengdum og áskilja sér allan rétt til að grípa inn í verði breytingar á forsendum.

*

Grundvöllur hvalveiðanna verður endurmetinn og því starfi lokið fyrir undirbúning vertíðar ársins 2010. Þetta endurmat felst m.a. í rannsókn á þjóðhagslegri þýðingu hvalveiða, þar sem vegnir verða og metnir mismunandi hagsmunir. Hafnar eru viðræður við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands í samstarfi við fleiri aðila um að stofnunin taki verkefnið að sér.

*

Hvalveiðilögin frá 1949 verða endurskoðuð í vetur. Til þess hefur verið skipuð þriggja manna nefnd, og stefnt er að því að leggja nýtt frumvarp fram til kynningar á þessu þingi. Fyrsta verk nefndarinnar verður þó að endurskoða núverandi úthlutun hrefnuveiðileyfa til að tryggja jafnræði við úthlutun þeirra með hliðsjón af athugasemdum umboðsmanns Alþingis.

*

Afmörkuð verða svæði til hvalaskoðunar, þar sem með öllu verður óheimilt að stunda hvalveiðar. Þetta er gert á grundvelli laga og til þess að koma í veg fyrir árekstra milli þessara tveggja atvinnugreina. Að lokum er tiltekið að ráðuneytið mun afla upplýsinga um að þeir sem hyggjast stunda hvalveiðar og vinna hvalaafurðir hafi fyrirfram öll önnur tilskilin leyfi sem slík starfsemi þarfnast. Jafnframt sérstaklega að eyðing úrgangs sé ásættanleg og samkvæmt reglum.

Tengt efni

 
Fleiri fréttir

Sigurður Kári stefnir að 2.-3. sæti í Reykjavík

18:04 Sigurður Kári Kristjánsson, alþingis­maður, hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðis­flokksins í Reykjavík sem haldið verður dagana 13. og 14. mars næstkomandi vegna komandi Alþingis­kosninga. Sigurður Kári sækist eftir forustusæti á lista Sjálfstæðis­flokksins í Reykjavík.

Icelandair tapaði 7,5 milljörðum króna á síðasta ári

17:39 Icelandair Group tapaði 7,5 milljörðum króna á liðnu ári eftir skatta. Þetta eru veruleg umskipti frá árinu á undan þegar hagnaður félagsins nam 300 milljónum króna. Allt tapið má rekja til fjórða ársfjórðungs en þá tapaði félagið 10,6 milljörðum króna.

SS tapaði 1.550 milljónum króna á síðasta ári

16:54 Tap samstæðu Sláturfélags Suðurlands á árinu 2008 var 1.555,0 milljónir króna. Árið áður var 132,7 milljóna hagnaður. Neikvæð breyting í afkomu milli ára stafar fyrst og fremst af gengistapi erlendra lána samstæðunnar og háu vaxtastigi, segir í frétt frá félaginu.

Guðlaugur Þór býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis­flokksins í Reykjavík

16:53 Guðlaugur Þór Þórðarson hefur ákveðið að bjóða sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis­flokksins í Reykjavík sem fram fer dagana 13. og 14. mars næstkomandi.

Bandaríkin á mörkum verðhjöðnunar

16:49 Verðbólga í Bandaríkjunum hefur ekki verið minni í hálfa öld sé mið tekið af þróuninni frá desember til janúar. Bandaríkin sluppu að þessu sinni naumlega við verðhjöðnun.

Hagnaður MP banka 860 milljónir króna eftir skatta

16:48 Hagnaður MP banka á síðasta ári nam 860 milljónum króna eftir skatta. Arðsemi eiginfjár var 14,7%. Bankinn lagði 2.248 milljónir króna á afskriftareikning og relur sig hafa mætt allri afskriftarþörf sem leiddi af bankahruninu.

Ný stjórn Íslandsbanka

16:35 Ný stjórn Íslandsbanka, áður Glitnis, var skipuð á hluthafafundi bankans í dag.

Frumdrög að frumvarpi til stjórnar­skipunarlaga

16:24 Ráðgjafahópur skipaður af forsætis­ráðherra hefur gert frumdrög að frumvarpi til stjórnar­skipunarlaga sem meðal annars tekur til stjórnlagaþings. Frumvarpið hefur verið sent til formanna þing­flokka.

 
 
©2009 Straumröst ehf - Skipholti 50c - 105 Reykjavík - Sími 55 20 400 - - RSS - Um AMX