Creative Commons License Deed

Vísun til höfundar 3.0 Óstaðfært (CC BY 3.0)

Fyrirvarar

Commons leyfisskjalið er ekki afnotaleyfi. Það er einfaldlega handhæg heimild sem á að auðvelda skilning á leyfisskilmálunum (afnotaleyfið í heild) — það er samantekt á mannamáli af helstu atriðum afnotaleyfisins. Það má hugsa það sem notendavænt viðmót á lagamálinu. Þetta leyfisskjal hefur enga lagalega merkingu og innihald þess kemur ekki fyrir í afnotaleyfinu sjálfu.

Creative Commons er ekki lögmannsstofa og veitir ekki lögfræðiþjónustu. Birting þessa skjals, dreifing þess eða tengingar í það koma ekki á faglegu sambandi lögmanns og skjólstæðings.

Þetta er samantekt á mannamáli af skilmálunum (afnotaleyfið í heild).

Þér er heimilt:

  • til þess að endurblanda — til þess að breyta verkinu
  • til þess að hagnýta verkið í ágóðaskyni

Samkvæmt eftirfarandi skilyrðum:

  • Vísun til höfundar Þú verður að vísa til uppruna verksins á þann hátt sem leyfisveitandi eða höfundur tilgreinir (en þó ekki á neinn hátt sem gefur í skyn að þeir hafi samþykkt sérstaklega þig eða þína notkun á verki þeirra).

    Hvað þýðir „vísaðu til höfundar“?
    Síðan sem þú komst frá hefur innifalin lýsigögn um notkunarleyfi, þar á meðal um það hvernig höfundurinn vill láta vísa til sín við endurbirtingu og endurnýtingu verksins. Þú getur notað HTML-kóðann hér til þess að vísa í verkið. Með því verða lýsigögn felld inn í þína síðu þannig að aðrir geta fundið frummynd þess.

Með skilningi um það að:

  • Afsal — Ofangreind skilyrðum getur öllum verið aflétt ef þú færð leyfi frá höfundarétthafanum.
  • Almenningur — Þegar verk eða hlutar verks eru í almenningi samkvæmt viðeigandi lögum þá hefur afnotaleyfið ekki áhrif á þá stöðu.
  • Önnur réttindi — Afnotaleyfið hefur engin áhrif á eftirfarandi réttindi:
    • Réttur þinn til sanngjarnrar notkunar, eða annars konar takmarkanir eða undantekningar á höfundarétti;
    • Sæmdarréttur höfundarins;
    • Réttindi sem aðrir kunna að hafa annað hvort í verkinu sjálfu eða hvernig það er notað, t.d. persónuleikaréttindi eða friðhelgi einkalífs.
  • Tilkynning — Til þess að mega endurnota þetta verk þá verður þú að láta skilmála afnotaleyfisins koma skýrt fram. Best er að gera það með tengli á þessa vefsíðu.
Hvað þýðir „skilmálum má aflétta“?

CC-afnotaleyfi gera ráð fyrir því að leyfisveitandi kunni í einhverjum tilfellum að aflétta vissum skilmálum, eins og t.d. tilvísun til uppruna.

Fræðast frekar.

Hvað þýðir „almenningur“?

Verk er í almenningi ef öllum er heimil takmarkalaus afnot þess án nokkurra takmarka höfundaréttar.

Fræðast frekar.

Hvað þýðir „sanngjörn notkun“?

Í öllum lögsögum er leyft að nota höfundaréttarvarið efni án leyfis með takmörkuðum hætti að vissum skilyrðum uppfylltum. CC-afnotaleyfi hafa ekki áhrif á þann rétt notenda verksins.

Fræðast frekar.

Hvað er „sæmdarréttur“?

Til viðbótar við rétt leyfisveitanda til þess að óska eftir því að vera ekki kenndur við verk sitt þegar það hefur verið notað í afleiddum verkum sem eru honum á móti skapi, þá innihalda höfundaréttarlög um allan heim ákvæði um „sæmdarrétt“ höfunda sem veita honum ákveðin úrræði til þess að bregðast við „ósæmilegri meðferð“ á verki leyfisveitandans.

Fræðast frekar.

Hvað eru „persónuleikaréttindi“?

Persónuleikaréttindi gera einstaklingum kleyft að stjórna því hvernig rödd þeirra, ímynd eða tákngervi er notuð opinberlega í ágóðaskyni. Ef verk sem gefið er út með CC-leyfi felur í sér rödd eða mynd einhvers sem ekki er leyfisveitandinn sjálfur, þá gæti notandinn þurft leyfi frá viðkomandi áður en hann notar verkið í ágóðaskyni.

Fræðast frekar.